Gagnaþon tengt ráðstefnunni Íslenska gagnavistkerfið (GAGNVIST) verður haldið um helgina 23. og 24. nóvember. Sigurlausn gagnþonsins verður kynnt á ráðstefnunni 27.nóvember.
Markmið gagnþonsins er að tölvugarpar fái reynslu af notkun virðisaukandi gagna (e.high value datasets) í hagnýtum tilgangi, með því að búa til raunhæfa lausn fyrir samfélagslega mikilvægt viðfangsefni, Borgarlínuna (https://www.borgarlinan.is/).
Dagur: 23. - 24. nóvember 2024
Staður: Gróska, Bjargargata 1, 102 Reykjavik
Viðfangsefni: Gagnadrifin Borgarlína X samþætting virðisaukandi gagna
Skráning: Ókeypis - hér
---------------------------------
Verkefni þátttakenda verður að meta hvort lega á lestarbraut sé skynsamleg byggt á fyrirliggjandi virðisaukandi gögnum, t.d., út frá staðsetningu vega, fyrirhuguðum upptökustöðum Borgarlínu, aðgengi að henni frá íbúðasvæðum, legu hjólastíga, bílastæða og vegamóta, og legu hennar með tilliti til grænna svæða eða annarra mikilvægis þátta, og koma með tillögu að bestu lausn.
Þátttakendur fá aðgang að fjórum gagnasettum (og lýsigögnum þeirra) til að þróa lausn sína , nánar tiltekið landfræðileg gögn, og mannfjölda- og atvinnugögn frá Hagstofu Íslands auk gagnasetta frá öðrum íslenskum opinberum stofnunum. Auk þess munu þátttakendur hafa aðgang að gögnum sem sýna landfræðilega staðsetningu áætlaðrar legu fyrstu lestarbrauta sem lagðar verða á Íslandi (sem hluti af Borgarlínu).
Meginmarkhópur gagnþonsins eru háskólanemar í tölvunarfræði, verkfræði, umhverfisvísindum eða tengdum greinum, lítil og meðalstór fyrirtæki og aðrir áhugasamir aðilar. Góð hagnýt þekking á forritun, t.d. Python og gagnavinnsla, eru nauðsynlegar forsendur fyrir þátttöku.
Frekari kynningar og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að nálgast gögnin verða aðgengilegar í lok október.
Frekari Upplýsingar um Borgarlínuna og skipulagningu hennar innan Reykjavíkur má finna á síðu aðalskipulags Reykjavíkurborgar og í fundargerðum hennar.
Registration
Register for this event by filling out the form and we'll save you a chair!
For questions regarding the event, please reach out to us: