GAGNVIST 2024
TAKIÐ DAGINN FRÁ*
Hagstofa Íslands í samstarfi við háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar efnir til ráðstefnu um þróun íslenskagagnavistkerfisins.
Dagur: 27.nóvember 2024
Staður: Gróska, Bjargargata 1, 102 Reykjavik
Viðfangsefni: Kynning á Gagnastefnu Íslands X Þróun íslenskagagnavistkerfisins
Skráning: Ókeypis - hér
Gríðarleg tækifæri til verðmætasköpunar liggja í bættu aðgengi að gögnum og nýtingu þeirra. Í því samhengi hafa verið gerðar breytingar á lögum sem kveða á um opið aðgengi að virðisaukandi gögnum íslenska ríkisins auk þess sem unnið er að íslenskri gagnastefnu sem hefur það að markmiði að skapa sameiginlega sýn sem styður við gagnadrifna verðmætasköpun á Íslandi.
Meginþema GAGNVIST er að leiða saman haghafa innan íslenska gagnavistkerfisins, sérstaklega þá sem safna og miðla virðisaukandi gögnum og notendur þessara gagna, bæði opinbera aðila og fyrirtæki.
Í tengslum við ráðstefnuna verður haldið gagnaþonþar sem keppt verður um bestu hugmyndina að gagnadrifinni Borgarlínubyggða á samþættingu virðisaukandi gagna.
Gagnaþonið fer fram dagana 23. - 24.nóvemberog verða úrslit þess kynnt á málþinginu 27. nóvember.
---------------------------------
DAGSKRÁ
Nánari upplýsingar um einstaka hluta ráðstefnunnar koma síðar.
Opnun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-,iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Kynning á drögum Gagnastefnu Íslands og framtíðarsýn.
Tilgangur og þarfir notenda
Af hverju viljum við bætt aðgengi að gögnum?Hvað þurfa þeir sem vinna með gögn? Hvaða stuðningur er í boði?
Uppbygging gagnainnviða
Hvað þarf til þess að aðgengi að gögnum sé betra? Hvaða uppbyggingarverkefni eru í gangi? Umfjöllun um tæknilega innviði og getu, auk sameiginleg tæknileg lágmarksviðmið.
Gagnadrifin verðmætasköpun
Góð dæmi um gagnadrifna verðmætasköpun.Hvernig skilar samþætting gagna verðmætum? Úrslit gagnaþons.
Registration
Register for this event by filling out the form and we'll save you a chair!
For questions regarding the event, please reach out to us: